top of page
Search
  • Writer's pictureAdmin

Áríðandi: Fyrirspurn um þjónustu við heimilislaust flóttafólk!

14.september sendu samtökin tölvupóst á forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, félagsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra, formann sambands íslenskra sveitarfélaga, formann sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og þá borgar- og bæjarstjóra sem hafa tekið þátt í umræðu um heimilslaust flóttafólk síðustu daga.

Á meðan þessir aðilar neita allir að axla ábyrgð og koma flóttafólki sem nú er á götunni til aðstoðar, benda ítrekað hver á annan og halda á lofti gaslýsandi umræðu þar sem tilraunir eru gerðar til þess að afmennska flóttafólk og gera lítið úr neyð þeirra, hafa sjálfboðaliðar, meðal annars frá Solaris, farið um höfuðborgarsvæðið og aðstoðað heimilislaust flóttafólk sem getur ekki uppfyllt grunnþarfir sínar.

Í póstinum óskuðum við eftir skýrum fyrirmælum, án tafar, um hvert fólk í þessari stöðu á að leita til að komast í skjól.

Það hefur enginn svarað!


17 views0 comments

Comments


bottom of page