top of page
Search
  • Writer's pictureAdmin

Ávarp frá fólki á flótta sem hafa verið gerð heimilslaus á Íslandi - og vinum þeirra.

Hér er ávarp frá fólki á flótta sem hafa verið gerð heimilslaus á Íslandi - og vinum þeirra. Ávarpið var flutti á fundi 28 félagasamtaka miðvikudaginn 23. ágúst síðastliðinn.

Það ríkir mannúðarkrísa á Íslandi. Íslenskt samfélag er statt á krossgötum.

Á þessari stundu tökum við afdrifamikla ákvörðun um hvernig framtíð við viljum. Það er núna sem við ákveðum hvers konar mennsku við viljum byggja á í þessu samfélagi, hvernig við skilgreinum hvað mannvirðing og jafnrétti merkja og hver fær að tilheyra menginu “manneskja”.

Á Íslandi er nú fólk á flótta sofandi á götunni. Berskjaldaðir einstaklingar eru dæmd af yfirvöldum til fátæktar og hungurs og við sem samfélag stöndum frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort að við leyfum einstaklingum, sem hafa þegar þjáðst nóg, að verða fyrir enn meira ofbeldi og þjáningu, í raun meiri vesæld en nokkur manneskja ætti að verða fyrir á heilli ævi.

Hér fyrir neðan ber að líta stutta yfirlýsingu frá konunum þremur sem, ásamt stærri hópi fólks á flótta, voru gerðar heimilislausar á Íslandi á síðustu vikum:

„Við erum konurnar þrjár sem var vísað út úr húsnæði útlendingastofnunar. 11. ágúst var myrkur dagur fyrir okkur þrjár. Í dag þurfum við að reiða okkur á aðstoð og miskunnsemi annars fólks, líkt og við séum lítil börn. Af hverju? Af því að þið hentuð okkur á götuna. Þið skylduð okkur eftir án allra bjargráða. Þið hafið bætt gráu ofan á svart fyrir okkur. Skaðinn sem þið hafið valdið er mikill og þjáningin og sárin sem fylgja aðgerðum ykkar munu taka mörg ár að gróa. Þið ætlið að senda okkur til landsins þar sem við vorum neyddar út í vændi. Við getum ekki lifað slíkt af. Við getum heldur ekki lifað af á götunni hér á Íslandi. Það eina sem við biðjum um er friður og vernd.“

Stjórnvöld, þið berið ábyrgð.

Þið berið ábyrgð á meiriháttar breytingum á meðferð íslenskra yfirvalda á fólki á flótta, og það eru breytingar til hins verra. Þið hafið lögfest kerfisbundinn rasisma og útlendingaandúð á Íslandi, þið hafið gert mannréttindabrot að lögum og innleitt viðhorf sem sendir þau skilaboð til mjög afmarkaðra hóps að þau séu ekki velkomin. Þessi lög beinast helst að ákveðnum hópi fólks, þeim sem eru föst hér, þeim sem ríkið getur ekki brottvísað því enginn samþykkir að taka á móti þeim.

Hvernig getið þið varið þá aðgerð að gera alla íslenska ríkisborgara siðferðislega meðseka í framkvæmd kerfisbundinna hatursglæpa? Hvernig getið þið réttlætt að neyða saklaust fólk til að lifa án húsaskjóls, matar, heilbrigðisþjónustu, öryggis og mannréttinda? Og hvað þá í ótakmarkaðan tíma?

Hvernig getið þið komið svona fram við fólk?

Setjið ykkur í spor þeirra sem þið beitið misrétti. Hvernig myndi ykkur líða ef þið væruð í þessum aðstæðum? Með öll ykkar forréttindi, hvernig getið þið ekki komið fram við aðrar manneskjur sem jafningja?

This is a statement from refugees who have been made homeless in Iceland and their friends. The statement was read in a meeting with 28 associations in Iceland in response to the crisis caused by new legislation in Iceland.

There is a humanitarian crisis in Iceland. And we are at a crossroads.

It is now that we decide what kind of a future we want for Iceland.

This is the moment we decide what kind of understanding of humanity we want to build on as a society. This is the time we define or redefine what human dignity and equality stands for, who counts as a human being.

In Iceland, we now have refugees sleeping on the street, vulnerable people being sentenced by the government to poverty and hunger, and we as a society are exposing people that have already suffered enough, to more violence and abuse, more than any person should suffer in a lifetime.

And you are responsible.

You are responsible for this major change in how the Icelandic government treats refugees, and it is a change for the worse. You have made systemic racism and xenophobia a law in Iceland, you have made human rights abuse legal and enforced a policy of „not welcome“ that targets a very specific group of people: Namely, people who are stuck here and the Icelandic authorities cannot deport anywhere because no one will accept them.

Why?

How can you justify implicating all the Icelandic citizens, and making all of them ethically responsible for these systematic hate crimes?

I now want to read a short statement from the three women who are part of a larger group of refugees that has been made homeless in Iceland.

"We are the three women who were evicted from immigration. The 11th of August was a dark Friday for the three of us. We are now having to depend on people, just like someone‘s children. Why? Because you put us on the street! You left us with nothing to fend for ourselves. You have caused us a lot of damage, you have left us with more suffering, with more scars that can‘t be healed for years. You want to send us to the country where we were forced into prostitution. We can‘t survive it. We also can’t survive on the street in Iceland. All we ask for is peace and protection."

Ministers and parliamentarians

How are you able to justify forcing innocent people to live without shelter, food, security, safety and human rights, indefinitely? How do you justify stripping people of their fundamental needs to survive?

How can you treat people this way?

Put yourself in our shoes. How would you feel being in this situation? With all your privilege, how can you not treat other people like equals? Umfjöllun Vísis


15 views0 comments
bottom of page